Bæjarstjórn taki upp kynjaða áætlanagerð í framtíðinni

Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs í vikunni fóru fram umræður um kynjaða fjárhagsáætlanagerð og möguleika þess að Akureyrarbær taki upp slíkt vinnulag. Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri kynnti hugmyndafræðina. Ráðið hvetur hvetur bæjarstjórn til að hafa þetta í huga við áætlanagerð í framtíðinni.  

Samfélags- og mannréttindaráð hefur hafið vinnu við endurskoðun á jafnréttisstefnu bæjarins. Á fundinum var rætt um hvaða áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu eigi að velja inn í stefnuna. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti að velja afnám staðalímynda og samþættingu kynjasjónarmiða sem áhersluatriði úr Jafnréttissáttmála Evrópu og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar. Einnig var rætt  um jafnréttisáætlanir stofnana á fundinum en í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lagðar voru fram til kynningar áætlanir Heilsugæslustöðvar og Öldrunarheimila. Samfélags- og mannréttindaráð fagnar þessum tveimur jafnréttisáætlunum og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst.

Nýjast