Fram kom á fundi bæjarráðs að Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista fóru á fund umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, þann 8.mars sl. Tilgangur fundarins var að koma sjónarmiðum Akureyrarbæjar á framfæri varðandi styttingu leiðarinnar á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en umhverfisráðherra á eftir að úrskurða um málið. Rætt var um umhverfislegan ávinning sem og fjárhagslegan ávinning íbúa Akureyrar í formi flutningskostnaðar, en ekki hvað síst um umferðaröryggi á umræddum köflum leiðarinnar.