28. apríl, 2011 - 16:22
Fréttir
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun aukningu í félagsþjónustu á fjölskyldudeild sem nemur 60%
stöðu í eitt ár frá 1. ágúst nk. Á fundi ráðsins var fundargerð félagsmálaráðs til umfjöllunar en
þar lagði framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar fram gögn um þörf fyrir aukna mönnun í félagsþjónustu.
Framundan eru breytingar í starfsmannamálum og æskilegt væri að bæta við stöðubroti til að geta betur tekist á við aukin verkefni,
m.a. vegna erfiðra skuldamála. Félagsmálaráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt að heimila aukningu í félagsþjónustu á
fjölskyldudeild sem nemur 60% stöðu í eitt ár og vísaði málinu til bæjarráðs.