10. febrúar, 2011 - 14:35
Fréttir
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar tekur undir áhyggjur atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar, sem fram komu á fundi nefndarinnar 2. febrúar, af
þeim óróa sem er í kringum sjávarútveginn og þeirri óvissu sem ríkir um framhaldið. Íbúar og fyrirtæki í
Dalvíkurbyggð eiga mikið undir því að rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja sé sem traustast og að stjórnfesta ríki.
Bæjarráð hvetur því stjórnvöld til að nýta þá víðtæku sátt sem náðist um svokallaða
samningaleið í starfshópi um endurskoðun á stjórn fiskveiða. Mikilvægt er að stjórnvöld hraði vinnu sinni svo óvissu verði
eytt sem fyrst.