Auka þarf tengsl bæjaryfirvalda á Akureyri við atvinnulífið

Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu um vinnu sína. Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður starfshópsins mætti á síðasta fund stjórnar Akureyrarstofu og gerði ásamt Sigmundi Ófeigssyni grein fyrir niðurstöðunum.  

Meginatriði í tillögum hópsins eru: að nauðsynlegt sé að aðkoma bæjaryfirvalda að atvinnumálum sé þverpólitísk, að atvinnustefna nái yfir meira en eitt kjörtímabil, að málaflokkurinn verði í umsjón stjórnar Akureyrarstofu og verkefnisstjóri atvinnumála staðsettur á Akureyrarstofu. Auka þarf tengsl bæjaryfirvalda við atvinnulífið og efla þarf þekkingu á atvinnulífinu á Akureyri og greina betur samsetningu þess. Hópurinn leggur til að fulltrúum í stjórn Akureyrarstofu verði fjölgað þannig að allir flokkar eigi þar fulltrúa. Viðbótarfulltrúarnir verði áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn Akureyrarstofu mun taka tillögur hópsins til umfjöllunar og frekari úrvinnslu.

Nýjast