Atvinnumálin rædd í hádeginu í Kaupangi

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri efnir til súpufunda í hádeginu á fimmtudögum fram að bæjarstjórnarkosningum og stendur fyrsti fundurinn yfir þessa stundina í kosningamiðstöðinni í Kaupangi og er hann opinn öllu áhugafólki um atvinnumál. Framsöguerindi flytja Sigrún Björk Jakobsdóttir oddviti D-listans og Njáll Trausti Friðbertsson sem skipar 3ja sæti listans.  

Hann segir enga tilviljun að á fyrsta fundinum verði kastljósinu sérstaklega beint að atvinnumálum. "Í kjölfar efnahagshrunsins fjölgaði á atvinnuleysisskránni og hjól atvinnulífsins snúast hægt í mörgum greinum atvinnulífsins. Við þessu verðum við bæjarbúar að bregðast með samstilltu átaki. Á fundinum í dag munum við kynna okkar helstu stefnumál í atvinnumálum og vonandi verða líflegar umræður á eftir." Eins og fyrr segir verður súpufundurinn um atvinnumál haldinn í Kaupangi, en þar er til húsa kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hefst klukkan 12:00 og lýkur klukustund síðar, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast