Atvinnuástandið þokkalegt á Eyjafjarðarsvæðinu

Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju segir að atvinnuástand sé þokkalegt á Eyjafjarðarsvæðinu um þessar mundir, "en ég finn fyrir því að menn velta svolítið fyrir sér hvernig veturinn verði," segir hann.   

Ekki er mikið um uppsagnir að sögn Björns en margir að skoða stöðu sína.  "Það var engin þensla hér, þess vegna mun heldur ekki verða nein svakaleg dýfa á svæðinu, en vissulega má búast við einhverjum samdrætti," segir Björn. Mörg stór verkefni eru í gangi á byggingasviðinu, bæði ríki og bær eru að byggja og segir Björn það gert á hárréttum tíma, þegar hægist um á atvinnumarkaði.  "Það mun bjarga miklu í vetur, ég er alls ekki svartsýnn, það horfir ekki svo illa hér," segir hann.

Nýjast