Átta nýir bæjarfulltrúar á Akureyri

Ráðhús Akurureyrar.
Ráðhús Akurureyrar.

Alls náðu sjö flokkar að tryggja sér einn eða fleiri fulltrúa í bæjarstjórn á Akureyri. Rúv greinir frá.

Bæjarlistinn fékk flest atkvæði á Akureyri, 18,7 prósent greiddra atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa en voru áður með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur, hann fékk 18 prósent atkvæða og tvo fulltrúa en voru með þrjá. Framsóknarflokkurinn fékk 17 prósent atkvæða og heldur sínum tveimur fulltrúum.

Miðflokkurinn (7,9%) og Vinstri hreyfingin grænt framboð (7,2%)  fengu einn fulltrúa kjörinn eins og síðast. Flokkur fólksins (12,2%), Samfylkingin (11,9%) fengu einnig einn fulltrúa hvor, Samfylking var áður með tvo fulltrúa en Flokkur fólksins er nýtt framboð.  Kattarframboðið og Píratar ráku lestina og náðu ekki inn manni.  

Allir flokkar stóðu saman að stjórn bæjarins á síðasta kjörtímabili. Hvort það verður raunin áfram skýrist væntanlega í dag.

Á kjörskrá voru 14.688 en 9.422 kusu eða 64,1%

 Auðir seðlar eru 282 og ógildir 20.

Ljóst er að mikil endurnýjun verður í bæjarstjórn Akureyrar en aðeins þrír af nýkjörnum bæjarfulltrúm sátu í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem var að líða.

  • L-listinn – Gunnar Líndal Sigurðsson, Elma Eysteinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir
  • Framsókn – Sunna Hlín Jóhannsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson
  • Sjálfstæðisflokkur – Heimir Örn Árnason, Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Flokkur fólksins – Brynjólfur Ingvarsson
  • Samfylking – Hilda Jana Gísladóttir
  • Miðflokkur – Hlynur Jóhannsson
  • Vinstri grænir – Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

 


Athugasemdir

Nýjast