Aðal styrkleiki Akureyrar, varnarleikurinn, náði sér aldrei á það flug sem hefði þurft til þess að leggja Valsmenn að velli í dag. „Við vorum ekki að spila okkar besta leik í vörninni, við vorum að leyfa þeim að ráða ferðinni alltof mikið og ég er bara mjög svekktur. Valsararnir voru góðir og það verður ekki af þeim tekið. Það sem er hins vegar leiðinlegast er það að ná ekki betri leik í úrslitunum,” sagði Atli.
Bjarni: Vantaði herslumuninn
Bjarni Fritzson leikmaður Akureyrar var nánast orðlaus er Vikudagur hitti hann eftir leik. Bjarni átti sjálfur ágætan dag en hann skoraði sjö mörk og var markahæstur norðanmanna.
„Við náðum því bara að spila ágætlega í leiknum og það vantaði alltaf herslumuninn á að við spiluðum vel. Við vissum að Valsmenn myndu vera sterkir. Þó að staða þeirra í deildinni er ekkert spes að þá eru þeir með hörkulið og það sýndi sig í dag," sagði Bjarni eftir leik.