Árlegir vortónleikar Kvenna- kórsins Emblu á Akureyri og í Reykjavík

Kvennakórinn Embla flytur sína árlegu vortónleika í Glerárkirkju á  Akureyri og Laugarneskirkju í Reykjavík nú um næstkomandi helgi. Tónleikarnir í Glerárkirkju verða á föstudaginn kl. 20:00 og í Laugarneskirkju á sunnudaginn kl. 16:00.  

Flutt verða verk fyrir kvennakór, einsöngvara og hljóðfæraleikara þ.á. m. eftir Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Leifs, Monteverdi, Lasso, Berlioz, Liszt, Grieg, og d'Indy. Einsöngvari með kórnum er stórsöngavarinn Elín Ósk Óskarsdóttir  sópransöngkona. Hljóðfæraleikarar eru Helga Kvam, harmonium, Richard Simm, píanó og Sophie Marie Schoonjans, harpa.

Á þessum tónleikum munu nokkur verk verða frumflutt hér á landi og má sérstaklega nefna kantötuna „Heilög María Magdalena" eftir Vincent d'Indy fyrir kvennakór, sópransóló, harmonium og píanó. Einnig mun Elín Ósk flytja með kórnum „Heilög Sesselja" eftir Franz Liszt, en bæði þessi verk eru flutt með upprunalegri og þessari sérstöku hljóðfæraskipan tónskáldsins, fyrir harmonium, hörpu og píano. Þetta er einstaklega hrífandi og aðgengileg tónlist fyrir alla að njóta.

Kvennakórinn Embla var stofnaður árið 2002 og er skipaður konum af Eyjafjarðarsvæðinu. Markmið kórsins er að flytja klassíska og nýja tónlist fyrir kvennaraddir og hefur kórinn flutt verk eftir snillinga eins ogTelemann, Bach, Pergolesi, Haydn, Liszt, Brahms, Grieg og Britten. Kvennakórinn Embla var valinn til að koma fram í Niðarósdómkirkju á lokahátíð norræns Kvennakóramóts 2008. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Roar Kvam.

Nýjast