17. desember, 2010 - 11:44
Fréttir
Útibú Arion banka á Akureyri afhenti Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð 500.000.- krónur í morgun. Það var Egill
Snær Þorsteinsson sölustjóri bankans á Akureyri sem afhenti Jónu Bertu Jónsdóttur formanni Mæðrastyrksnefndar styrkinn en með
þeim á myndinni eru Björg Hansen og Inga Ellertsdóttir. Styrkurinn er hugsaður sem innlegg í jólaúthlutun nefndarinnar.