Árekstur varð á gatnamótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri fyrir skömmu. Eins og sjá má á myndinni eru bílarnir nokkuð skemmdir. Lögreglan á Akureyri gat ekki gefið upplýsingar um áreksturinn, þar sem upplýsingar höfuð ekki borist.
Eftir því sem Vikudagur kemst næst urðu ekki alvarleg slys á fólki.