Anna María með brons í Króatíu

Anna María Alfreðsdóttir mundar bogann. Mynd/Archery.is
Anna María Alfreðsdóttir mundar bogann. Mynd/Archery.is

Góð frammistaða Akureyringa var á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Króatíu í síðustu viku. Þeir tóku ein bronsverðlaun og voru ekki langt frá því að tryggja sér tvö brons verðlaun til viðbótar, í báðum tilfellum gegn Serbíu í meistaraflokki karla og kvenna.

Anna María Alfreðsdóttir úr ÍFA Akureyri lauk keppni í 3. sæti í liðakeppni og 9 sæti einstaklingskeppni.

Anna komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn.

Trissuboga kvenna liðið, sem Anna var partur af, töpuðu undanúrslitaleiknum við Bretland 234-213 sem setti okkar stelpur í 3 sæti á EM. Bretarnir tóku svo gullið gegn Ítalíu.

Í einstaklingskeppni trissuboga á EM var Anna slegin út í 16 manna úrslitum af Sarah Prieels frá Belgíu og Anna endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni trissuboga á EM.


Athugasemdir

Nýjast