Andri og Brynjar hækka sig á heimslistanum í skíðagöngu

Landsliðsmennirnir í skíðagöngu, þeir Andri Steindórsson og Brynjar Leó Kristinsson, hafa báðir tekið stórt stökk upp heimslistann í ár. Andri stendur í 181 FIS-stigi í 1930. sæti en Brynjar Leó er í 2096. sæti með 193 FIS-stig.

Báðir hafa þeir hækkað um þúsund sæti á heimslistanum frá því í haust. Andri og Brynjar eru báðir búsettir í Jönköping í Svíþjóð og munu þeir taka þátt í mörgum FIS-mótum þar í vetur og geta því bætt sig enn frekar.

Nýjast