Andrea Ýr og Valur Snær Akureyrarmeistarar í golfi

Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Valur Snær Guðmundsson urðu Akureyrarmeistarar í golfi. Myndir/Golfklúbbu…
Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Valur Snær Guðmundsson urðu Akureyrarmeistarar í golfi. Myndir/Golfklúbbur Akureyrar.

Akureyrarmótinu í golfi lauk í gær í sannkallaðri rjómablíðu á Jaðarsvelli. Greint er frá þessu á vef Golfklúbbs Akureyrar en þar segir m.a. að vindurinn hafi loksins gefið sig þegar líða fór á daginn, margt hafi verið um manninn á pallinum í blíðunni þegar kylfingar kláruðu leik sinn á 18. holu.

Þá segir ennfremur að þátttaka í mótið hafi verið góð en 134 kylfingar reyndu að sigra sinn flokk og var hart barist á mörgum vígstöðum þar sem barist var um gullið allt fram á síðustu holu. 

Fór það svo að Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Valur Snær Guðmundsson sigruðu meistaraflokkana með ágætum yfirburðum.

Andrea spilaði stöðugt golf alla dagana og var að vinna sinn fimmta Akureyrarmeistaratitil í gær. Valur Snær varð Akureyrarmeistari í fyrsta skiptið með flottu golfi, hann hafði að lokum 9 högga forustu þegar 72 holur höfðu verið leiknar en Valur spilaði síðasta hringinn á þremur höggum undir pari, frábærlega gert hjá drengnum. 

Akureyrarmót oi golfi


Athugasemdir

Nýjast