Andrea Kolbeinsdóttir og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur vertical Gyðjuna (100km)

Mikill mannfjöldi fagnaði keppendum við endamarkið  Myndir Hilmar Friðjónsson og Ármann Hinrik
Mikill mannfjöldi fagnaði keppendum við endamarkið Myndir Hilmar Friðjónsson og Ármann Hinrik

Metþátttaka var í fjallahlaupinu 66°Norður Súlum Vertical sem var haldið á Akureyri í dag. Um 520 manns voru skráðir í fjögur hlaup:  Gyðjuna (100 km), Tröllið (43 km), Súlur (28) km, Fálkinn (19 km), og upphækkanirnar 3580 m, 1870 m, 1410 m og 530 m. 

Í endamarkinu í miðbæ Akureyrar tók mikill fjöldi fólks á móti hlaupurum og skapaðist góð stemning meðal þátttakenda, aðstandenda þeirra og annarra gesta, en þess má geta að um 100 sjálfboðaliðar tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd hlaupsins.

Fyrst kvenna í Gyðjuni var Andrea Kolbeinsdóttir en Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla. Bæði voru þau á ótrúlegum tíma og bættu brautarmet í Gyðjunni frá því í fyrra um nokkrar klukkustundir!

Í Tröllinu sigraði Anna Berglind Pálmadóttir í kvennaflokki og Sigurjón Sturluson í karlaflokki.

Í Súlum sigraði Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir í kvennaflokki og Jörundur Frímann Jörundsson í karlaflokki.

Fálkann sigraði Elín Edda Sigurðardóttir í kvennaflokki og Egill Gunnarsson í karlaflokki. 

Súlur vertical 2024 – úrslit:

Fálkinn konur: Fálkinn karlar:
1. Elín Edda Sigurðardóttir 1:28:06 1. Egill Gunnarsson 1:21:06
2. Íris Anna Skúladóttir 1:28:15 2. Ásgeir Daði Þórisson 1:21:10
3. Arna Sól Sævarsdóttir 1:40:43 3. Sigurgísli Gíslason 1:21:51

Súlur konur: Súlur karlar:
1. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir   2:51:31 1. Jörundur Frímann Jónsson 2:34:02
2. Birna María Másdóttir   3:19:39 2. Grétar Örn Guðmundsson 2:36:44
3. Eva Birgisdóttir   3:25:34 3. Guðlaugur Ari Jónsson 2:41:10

Tröllið konur: Tröllið karlar:
1. Anna Berglind Pálmadóttir 4:49:13 1. Sigurjón Sturluson 4:13:27
2. Hildur Aðalsteinsdóttir 5:03:11 2. Baldvin Ólafsson 4:29:23
3. Guðfinna Kristín Björnsdóttir 5:08:49 3. Victor Aubin 4:32:28

Gyðjan konur: Gyðjan karlar:
1. Andrea Kolbeinsdóttir 12:14:33 1. Þorbergur Ingi Jónsson 9:48:39
2. Elísa Kristinsdóttir 13:12:44 2. Hlynur Guðmundsson 12:34:57
3. Rannveig Oddsdóttir 13:12:45 3. Sigfinnur Björnsson 12:35:34


Athugasemdir

Nýjast