Ánægðir erlendir ríkisborgarar

36% segjast vera mög ánægð með búsetuna á Akureryi/mynd Karl Eskil
36% segjast vera mög ánægð með búsetuna á Akureryi/mynd Karl Eskil

Háskólinn á Akureyri hefur í samvinnu við Akureyrarbæ rannsakað viðhorf íbúa með erlent ríkisfang til ýmissa mála og var áfangaskýrsla kynnt bæjaryfirvöldum í vikunni. Skýrsluhöfundar könnuðu meðal annars þekkingu fólks á íslenskri tungu, dægurmálum, atvinnustöðu og fleira.

Tekin voru viðtöl við tæplega 200 íbúa og eru flestir frá Póllandi. Um fimmtungur hefur búið á Íslandi skemur en eitt ár, en helmingurinn hefur búið á landinu í meira en fimm ár, samkvæmt þessari könnun.

Flestir tala aðallega íslensku heima hjá sér og um þriðjungur ensku.

36% segjast vera mög ánægð með búsetuna á Akureryi og 46% segjast vera frekar ánægð. 69% sögðust þekkja til Jóhönnu Sigurðardóttur og 53% vissu deili á Jóni Gnarr.

Könnunin er unnin af þeim Markusi Meckl, Berglindi Rós Karlsdóttur og Kjartani Ólafssyni

Ráðgert er að úrvinnslu gagna úr þessari rannsókn ljúki í sumar.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast