Almenningssalernunum undir kirkjutröppunum lokað

Framkvæmdaráð Akureyrar stendur við fyrri ákvörðun sína um að loka almenningssalernunum undir kirkjutröppunum með tilkomu salerna í Hofi. Þó er gert ráð fyrir að salernin undir kirkjutröppunum verði opin þegar mikið er um að vera í miðbænum. Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi framkvæmdaráðs í framhaldi af erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa.  

Þar var spurst fyrir um um almenningssalernin undir kirkjutröppunum og opnun í sumar. Óskað var eftir því að ákvörðun um lokun salernanna yrði endurskoðuð. Bent var á að mikill fjöldi farþega af skemmtiskipunum fari í miðbæinn, kirkjuna og í Lystigarðinn og að Hof muni ekki anna þessu á háannatíma.

Nýjast