Álíka margir sækja um skólavist í MA og í fyrra

Álíka margir sóttu um skólavist í Menntaskólanum á Akureyri nú og í fyrravor en forinnritun lauk í byrjun apríl.  Nemendur velja þá tvo framhaldsskóla sem þeir helst kjósa að stunda nám við og setja í fyrsta og annað sæti.  

„Hjá okkur er þetta svipaður fjöldi og sótti um í fyrra, þ.e. þeir sem setja Menntaskólann á Akureyri í fyrsta eða annað sæti og sá fjöldi gefur vísbendingar um við hversu mörgum umsóknum megi búast nú," segir Jón Már Héðinsson skólameistari MA.  Hann segir þann árgang sem nú er að koma upp úr 10. bekk örlítið minni en þann sem hóf nám í framhaldsskólum í fyrrahaust. „Mér sýnist álíka stórt hlutfall nú og þá velja Menntaskólann á Akureyri," segir Jón Már.

Nýjast