Frá 1. desember 2009 til 1. desember 2010 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu (0,7%) og á Norðurlandi eystra (0,3%). Á öðrum landsvæðum fækkaði íbúum, mest á Vestfjörðum (-3,2%), Suðurnesjum (-1,4%) og á Austurlandi (-1,2%). Í öðrum landshlutum var fækkunin óveruleg. Körlum fækkaði frá 1. desember 2009 til jafnlengdar 2010, en konum fjölgaði um hálft prósent.