Tveir kjörklefar eru í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey og í Grímsey. Kjörfundur hefst á Akureyri kl. 09:00 í fyrramálið og stendur til kl. 22:00. Í Hrísey og Grímsey standa kjörfundir yfir frá kl. 10:00-18:00. Sex listar bjóða fram á Akureyri.
Í Eyjafjarðarsveit bjóða tveir listar fram, F-listinn og H-listinn. Kjörstaður verður í Hrafnagilsskóla, kjörfundur hefst kl. 10:00 og líkur kl. 22:00. Í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar bjóða tveir listar fram, J-listi Samstöðulistans og L-listi Lýðræðislistans. Kjörstaður er í Hlíðarbæ, kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 20:00. Í Grýtubakkahreppi og Svalbarðsstrandarhreppi verður óhlutbundin kosning.