Akureyringar hvattir til að taka höndum saman við hreinsun bæjarins

Mynd/Akureyri.is.
Mynd/Akureyri.is.

Akureyrarbær hvetur íbúa til að taka höndum saman við að hreinsa bæinn eftir veturinn. Plokkdagurinn sem var haldinn 24. apríl sl. tókst vel og er áætlað að Akureyringar hafi tínt um tvö tonn af rusli eftir sem fram kemur í frétt á vef bæjarins. Vorhreinsun sveitarfélagsins er einnig í fullum gangi og eru götur sópaðar af miklum krafti. 

"Nú höldum við áfram og er næsta skref að snyrta garða og gróður í kringum heimili og vinnustaði og taka þannig á móti sumrinu með brosi á vör," segir á vef Akureyrarbæjar.

Gámar undir garðaúrgang hafa verið settir í hverfi bæjarins og verða þar til 20. maí. Gámarnir eru á eftirfarandi stöðum:

  • Hagkaup
  • Nettó Hrísalundi
  • Bónus við Kjarnagötu
  • Bónus Langholti
  • Aðalstræti sunnan Duggufjöru
  • Bugðusíðu við leiksvæði
  • Krambúðin Byggðavegi

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa gáma en einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli.

 


Nýjast