Akureyri spáð þriðja sætinu í N1-deild karla

Akureyri er spáð þriðja sætinu í N1-deild karla í handbolta en á árlegum kynningarfundi N1-deildarinnar í hádeginu í dag var kunngerð spá þjálfara og forráðamanna liðanna um röð liðanna í deildinni. FH-ingum er spáð deildarmeistaratitlinum og Haukum er spáð öðru sætinu.

Átta lið skipa N1-deild karla og verður leikin þreföld umferð. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn, liðið í áttunda sæti fellur og liðið sem hafnar í sjöunda sætinu fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Opnunarleikur N1-deildarinnar í ár verður viðureign Vals og Hauka sem mætast í Vodafone-höllinni á miðvikudagskvöldið. Fyrstu umferðinni lýkur svo með þremur leikjum á fimmtudaginn en þá eigast m.a. við HK og Akureyri í Digranesi.

Spáin sem kunngerð var í hádeginu lítur þannig út:

1. FH 2182.

2. Haukar 2143.

3. Akureyri 1874.

4. Fram 1705.

5. Valur 1466.

6. HK 1197.

7. Selfoss 1048.

8. Afturelding 90 

Nýjast