Akureyri og FH mætast í undanúrslitum bikarsins í kvöld

Akureyri og FH mætast í undanúrslitum Eimskipsbikar karla í handbolta í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 19:00. Valur er kominn áfram eftir sigur gegn Fram í gær, 33:31, eftir framlengdan leik. Það ræðst hins vegar í kvöld hvort það verður Akureyri eða FH sem mætir Valsmönnum í sjálfum úrslitaleiknum í Laugardagshöllinni, laugardaginn 26. febrúar.

Nýjast