Akureyri og FH mætast aftur í Höllinni í kvöld í deildarslag

Akureyri og FH mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í N1-deild karla í handbolta kl. 19:00. Liðin mættust einnig á mánudaginn var er Akureyri sló FH út úr bikarnum í Höllinni í undanúrslitum keppninnar. Akureyri er sem fyrr á toppi deildarinnar með 23 stig og hefur fjögurra stiga forystu á Fram sem er í öðru sæti með 19 stig. FH er í þriðja sæti með 17 stig. Það má búast við hörkuleik í kvöld þar sem FH-ingar ætla sér eflaust að hefna fyrir tapið í bikarnum. Að sama skapi ættu norðanmenn að vera með sjálfstraustið í lagi eftir góða byrjun á árinu.

 

 

„Það er fínt veganesti fyrir leikinn í kvöld að hafa unnið þá í bikarnum,” segir Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar.

Ólafur Guðmundsson leikmaður FH segir að tapið í bikarnum sl. mánudag muni ekki sitja í FH-ingum í kvöld. „Þetta er nýr leikur og allt önnur keppni,“ segir Ólafur.

 

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast