Akureyri í úrslit deildarbikarins eftir stórsigur gegn Haukum

Akureyri leikur til úrslita í deildarbikar karla í handbolta eftir að hafa niðurlægt lið Hauka með 13 marka sigri, 29:16, í undanúrslitum í Strandgötunni í kvöld. Staðan í hálfleik var 16:10 fyrir norðanmenn. Akureyri mætir FH í úrslitaleiknum en FH rótburstaði einnig sína mótherja í undanúrslitum sem voru Framarar, 40:31. Úrslitaleikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu á morgun kl. 18:15.  Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar í kvöld með 8 mörk og Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk. Fyrir Hauka var Stefán Rafn Sigurmannsson markahæstur með 7 mörk.

Nýjast