28. mars, 2011 - 19:49
Fréttir
Akureyri Handboltafélag vann sinn fyrsta titil í kvöld er liðið vann á HK á útivelli, 32:29, í N1-deild karla í handbolta og
tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Með sigrinum er Akureyri komið í 31 stig á toppi deildarinnar. FH getur mögulega náð
norðanmönnum að stigum en þar sem Akureyri hefur betur í innbyrðisviðureignum er titillinn í höfn.
Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði HK með 7 mörk en Oddur Gretarsson skoraði mest fyrir Akureyringa eða 9 mörk.
Akureyri mun taka á móti titilinum á heimavelli á fimmtudaginn kemur er liðið fær Aftureldingu í heimsókn í
næstsíðustu umferðinni.