Akureyri áfram á sigurbraut

Akureyri vann sinn annan leik í röð í N1-deild karla í handbolta er liðið lagði Selfoss að velli, 36:28, á Selfossi í kvöld. Þar með eru Akureyringar komnir með 23 stig á toppi deildarinnar og hafa sex stiga forystu í deildinni. Sú forystu gæti þó minnkað niður fjögur stig vinni Fram sinn leik í kvöld gegn Aftureldingu. Selfoss er áfram á botninum með þrjú stig.

Oddur Gretarsson og Bjarni Fritzson skoruðu 10 mörk hvor fyrir norðanmenn. Fyrir Selfyssinga voru þeir Atli Kristinsson og Ragnar Jóhannsson markahæstir með 6 mörk hvor.

Sveinbjörn Pétursson átti góðan dag í marki Akureyrar með 21 skot varið.

 

Nýjast