Akureyrarslagur í Boganum í kvöld

Það verður nágrannaslagur af bestu gerð í Boganum í kvöld þegar Þór og KA mætast kl. 21:15 í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Hvorugu liðinu hefur gengið neitt sérlega vel í keppninni hingað til að fimm leikjum loknum.  

Þórsarar hafa sex stig í fimmta sæti en KA hefur einungis eitt stig á botninum. Það skiptir hins vegar engu máli hver staða þessara liða er þegar þau mætast og má búast við fjörugum leik í kvöld.

Nýjast