Akureyrarmesssa í Bústaðakirkju á sunnudag

Akureyrarmessa verður í Bústaðakirkju í Reykjavík sunnudaginn 20. mars nk. kl. 14.00. Sóknarprestur þar er Akureyringurinn séra Pálmi Matthíasson. Ræðumaður Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, Tindatríóið kemur fram, Atli Guðlaugsson, Bjarni og Guðlaugur Atlasynir og Jónas Þórir á pínaó.  

Einnig norðlenskir listamenn, Emil Friðfinnsson á horn, Jóhann Björn Ævarsson á horn, Katharina Ósk Emilsdóttir á horn, Grímur Sigurðsson á flygelhorn, Atli Guðlaugsson á trompet, Alexander Joseph Emilsson á trompet og Sigurður Þengilsson söngvari. Organisti er Jónas Þórir. Bænir, ritningarlestur og prestsþjónusta verður í höndum Akureyringa og akureyskra presta. Eftir messu verður svo boðið upp á Bragakaffi, Kristjánsmeðlæti og Lindukonfekt. Allir velkomnir.

 

Nýjast