Akureyrarkaupstað skipt í tólf kjördeildir í kosningunum

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu verði á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Jafnframt að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum, í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum og að í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla.  

Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey og í Grímsey. Þá lagði kjörstjórn ennfremur til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, en frá klukkan 10:00 til 18:00 í Hrísey og í Grímsey.

Nýjast