Áhrif fjórðu iðnbyltingunnar á Akureyri

Út er komin ný skýrsla um fjórðu iðnbyltinguna og tengsl hennar við þróun atvinnulífs, mannfjölda og skipulag Akureyrarbæjar. Dr. Bjarki Jóhannesson, skipulagsfræðingur, verkfræðingur og arkitekt vann skýrsluna fyrir Akureyrarbæ. Markmiðið var að greina vinnumarkað framtíðarinnar í ljósi tæknibreytinga, aldursskipta íbúaþróun og hvernig þetta hefur áhrif á húsnæðisþörf og skipulagsmál, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að aldurssamsetning íbúa Akureyrar er að breytast, sem kallar á aukna þörf fyrir framboð af húsnæði fyrir eldri borgara. Fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér sjálfvirknivæðingu og gera spár ráð fyrir því að tölvur og tækni leysi af hólmi stóran hluta núverandi starfa en önnur verði til í staðinn. Þetta hefur áhrif á atvinnulíf á Akureyri, líkt og annars staðar.

Í skýrslunni er fjallað um áhrif þessa á skipulag bæjarins. Meðal annars kemur fram að eftirspurn eftir húsnæði gæti breyst. Á sama tíma og nauðsynlegt sé að styrkja miðbæinn og efla félagslegt og menningarlegt hlutverk hans, þá telur skýrsluhöfundur að nýir möguleikar skapist á þéttingu byggðar.


Athugasemdir

Nýjast