Ágæt kjörsökn á Akureyri en þröng á þingi í VMA

Ágæt kjörsókn hefur verið á Akureyri og kl. 18.00  höfðu um 2% fleiri kosið nú til Alþingis en fyrir tveimur árum. Í kosningum um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps sem fram fara samhliða alþingiskosningunum, höfðu 35% fleiri kosið nú kl. 18.00 en á sama tíma í kosningunm um sameiningu Akureyrar og Hríseyjar.  

Fjöldi fólks beið þess að kjósa í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú fyrir stundu, enda biðraðir nokkuð langar og gangarnir frekar þröngir. Einhverjir höfðu horfið frá VMA fyrr í dag vegna þess hversu raðir voru langar en voru svo mættar að nýju nú seinni partinn.

Nýjast