Veiðisvæðið nær frá Hrísey og austur að Flatey og eru þrír bátar frá Árskógsstönd á grásleppu að þessu sinni. "Þetta hefur verið allt í lagi, það fæst ágætt verð fyrir hrognin og útlitið því gott." Ólafur segir að eitthvað sé um meðafla í grásleppunetunum. "Við erum að fá 100-200 kg af þorski, örlítð af kola og svo skötusel, þann fræga fisk. Ég er búinn að landa 150 kg af skötusel á markað og er að fá um 650 krónur fyrir kílóið. Menn tala um að það sé allt fullt af skötusel en það kemur eitthvað minna af honum á vigt. Það er meira af skötusel en í fyrra og hann er stærri. Á dögunum fengum við sandhverfu, sem er sjaldgæft hér um slóðir. Strákunum tókst að halda lífi í henni í landleiðinni. Sandhverfunni var svo sleppt hérna í fjörunni en Erlendur Bogason kafari notaði tækifærið, synti á eftir henni og myndaði í bak og fyrir."
Ólafur sagði að það hefði orðið breyting á grásleppuveiðinni hin seinni ár. "Hér áður fyrr voru aðeins gamlar karlar á grásleppu en nú stunda þessar veiðar líka ungir og hraustir og ég er með hörku grásleppukarla með mér. Þetta er skemmtilegur veiðiskapur og mun fjölbreyttari en línuveiðar."