Að sögn Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjarstjóra, er þetta fyrst og fremst gert í von um að það megi verða til að örva nýbyggingar í bænum. „Með þessu viljum við koma til móts við hækkandi kostnað vegna nýbygginga og vitum að þessari ráðstöfun verður tekið fagnandi. Vonandi stuðlar þetta einnig að því að byggt verði á sem flestum af þeim lóðum sem við höfum til ráðstöfunar," segir Eiríkur.
Loks er þess að geta að á Akureyri eru í gildi reglur sem kveða á um sérstakan afslátt af viðbyggingum. Þar kemur fram að aðeins þarf að greiða 40% af gatnagerðargjaldi fyrir viðbyggingu allt að 30 m².