Hann sagði að ríkið hljóti að fá eitthvað af þessu aflaverðmæti skipsins en að þar á bæ sé oft talað um að ríkið fái ekkert í sinn hlut. "Mér gremst það alltaf þegar verið er að segja við okkur að við skilum engu til þjóðarbúsins og mér finnst orðið hálf ömurlegt hvernig þessi umræða er. Ég segi að þetta fólk sem talar svona hefur ekki hundsvit á sjávarútvegi," sagði Guðmundur.
Á síðustu fjórum árum hefur áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni skilað um 10 milljörðum króna í aflaverðmæti. Á síðasta ári var aflaverðmæti skipsins um 2,8 milljarðar króna og aflinn um 44.000 tonn. Árið 2008 var aflaverðmætið 2,3 milljarðar króna og árið 2007 um 1,5 milljarður. Árið 2007 var afli Vilhelms alls um 64.000 tonn og hefur ekki verið meiri.