Afkoma Norðurorku betri en gert var ráð fyrir
Afkoma Norðurorku eftir fyrstu 6 mánuði ársins er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Uppgjör fyrir fyrri helming ársins var lagt fram á stjórnarfundi nýverið, fyrir Norðurorku og samstæðuna, þ.e. með rekstri Fallorku.
Hagnaður af rekstri félagsins nam 327 milljónum króna á tímabilinu en áætlun hafði gert ráð fyrir 302 milljónum. Sala móðurfélagsins var 113 milljónum króna yfir áætlun og rekstarkostnaður var 40 milljónum undir áætlun.
Afkoma móðurfélagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) er 1.163 milljónir króna sem er 15% hærra en áætlað var. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar er 776 milljónir króna. Fjárfestirnar námu 926 milljónum króna.