Samkvæmt ársreikningnum varð afgangur af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2010 alls 5,9 millj. kr., sem nemur 1,9% af skatttekjum. Þær urðu alls 311,8 millj. kr. Á árinu 2009 varð samanlagður 17,8 millj. kr. halli af rekstri Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Veltufé frá rekstri á árinu 2010 var 32,6 millj. kr., en var 35,0 millj. kr. á árinu 2009. Efnahagur sveitarfélagsins er traustur, eiginfjárhlutfallið í árslok var 0,66.
Áhrif þeirrar rekstrarhagræðingar sem fólst í sameiningu sveitarfélaganna kom ekki nema að hluta til fram á árinu, en gera má ráð fyrir að þau muni að mestu vera komin frá í rekstrarniðurstöðu ársins 2011. Ársreikningurinn verður til síðari umræðu og lokaafgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 18. maí nk., segir á vef Hörgársveitar.