Komist Akureyri í sjálf úrslitin fá þeir einnig heimaleikjaréttinn þar. Norðanmenn mæta liðinu sem endar í fjórða sæti deildarinnar í undanúrslitum en það verður annað hvort Fram eða HK.
Fram er stigi á undan HK í þriðja sæti og eins og staðan er núna myndu Akureyri og HK mætast í undanúrslitum og FH og Fram. Það verður því ekki að miklu að keppa í Höllinni í kvöld nema þá hvernig liðin raðast í úrslitakeppninni.
„Menn eru farnir að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina og þetta verður örugglega eins og góður æfingaleikur fyrir hana,” segir Bjarni Fritzson leikmaður Akureyrar um leikinn gegn Fram í kvöld. „Ég reikna með að þeir sem eru heilir muni spila að fullu. Það er ágætis hvíld á milli leikja og núna verður reynt að setja tóninn fyrir úrslitakeppnina og koma okkur í góðan gír.”
Nánar er rætt við Bjarna í Vikudegi í dag.