Spjallað er við konur í Skagafirði um altaristöfluna í Miklabæjarkirkju sem er einstakt bútasaumslistaverk unnið í samvinnu skagfirskra kvenna. Jólasagan er eftir Aðalbjörgu Pálsdóttur í Vallarkoti í Þingeyjarsveit. Margrét S. Sigbjörnsdóttir kennari sér um matreiðsluþáttinn: „Bráðum koma jólin", þar má m.a. finna hangikjöts-carpaccio, jólasalat, grafna gæsabringu, jólarauða rauðrófusúpu, girnilega eftirrétti, ávaxtaköku, rúgbauð og jólakrans. Linda Björk Óladóttir myndlistarmaður fjallar um gerð jólakorta og gefur lesendum uppskriftir af nokkrum hagkvæmum og fallegum kortum. Ásdís Birgisdóttir sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar, meðal efnis er glæsileg hátíðarpeysa fyrir dömur, sjal, vesti með dómínóprjóni, dúkkukjóll og sjóræningjahúfa. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti gefur góð ráð um fæðuval í desember og Eygló Guðjónsdóttir fr.kv.stj. Leiðbeiningastöðvar heimilanna gefur upplýsingar um hvað þarf mikið af mat í veisluna og fræðir lesendur um súkkulaði. Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið Húsfreyjuna út í 61 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir.