Aðgerða þörf til lækkunar á umferðarhraða í Skógarlundi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Akureyrar var fjallað um hraðakstur í Skógarlundi. Í viðtalstíma bæjarfulltrúa fyrir nokkru, var lagður fram undirskriftalisti með 60 nöfnum þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að grípa til ráðstafana til að stöðva hraðakstur um Skógarlund.  

Hraðamælingar voru gerðar af framkvæmdadeild á tveimur stöðum í Skógarlundi. Skipulagsnefnd telur niðurstöður sýna að aðgerða sé þörf til lækkunar á umferðarhraða og óskar eftir tillögum á útfærslum frá framkvæmdadeild t.d. með hraðamyndavélum eða þrengingum.

Nýjast