Aðalúthlutun safnasjóðs 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut 6,3 milljónir í styrk úr safnasjóði

Hópurinn eftir afhendingu.    Myndir: Stjórnarráðið/aðsendar
Hópurinn eftir afhendingu. Myndir: Stjórnarráðið/aðsendar

Lilja D. Alfreðsdóttir afhenti í þessari viku styrki úr safnasjóði.   Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 6,3 milljónir, Minjasafnið á Akureyri 6,1 milljón, Flugsafnið á Akureyri 5,1 milljón, Listasafnið á Akureyri 4,4 milljónir og  Hvalasafnið á Húsavík 3,1 milljón.

„Úthlutunin úr safnasjóði endurspeglar þá miklu breidd sem er í safnastarfi hringinn í kringum landið. Söfn gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi þjóðarinnar, bæði að vernda og miðla sögu okkar og menningararfi og kynna hann fyrir erlendum ferðmönnum sem heimsækja landið,“ sagði Lilja Dögg við þetta tækifæri.

Sigríður Örvarsdóttir safnsstýra Menningarmiðstöðvar Þingeyinga var að vonum himinsæl í samtali við vefinn.

 ,,Við erum afar þakklát fyrir þennan veglega styrk sem gerir okkur kleift að efla enn frekar okkar fjölbreyttu sýningar og söfn, en upphæðin skiptist á milli þriggja metnaðarfullra verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2024.  Um er að ræða forvörslu níu myndlistarverka úr Myndlistarsafni Þingeyinga - 1 milljón og textagerð og miðlun fræðsluefnis á Byggðasafni Norður-Þingeyinga að Snartarstöðum - 2 milljónir, en þar hefur verið í gangi endurgerð sýningar allt síðasta ár. Að lokum fara 3,3 milljónir í endurbætur á fastasýningu Sjóminjasafns Þingeyinga.“

Sigríður Örvarsdóttir safnsstýra Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Þessu til viðbótar kemur 2. hluti Öndvegisstyrks, að upphæð 5 milljónir króna, til nýtingar hjá MMÞ á árinu. Öndvegisstyrkur er til þriggja ára í senn og var veittur MMÞ á síðasta ári, 2023, vegna vinnu við Myndlistarsafn Þingeyinga, þ.e. breytingu á varðveislurými og skráningu safneignar í Sarp með meiru.

 

 


Athugasemdir

Nýjast