Aðalfundur Landssambands kúabænda á Hótel Kea

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur nú kl. 10.00 í dag á Hótel Kea á Akureyri og hefst fundurinn með hefðbundinni dagskrá, skýrslu stjórnar og ávörpum gesta. Eftir hádegismatinn verða flutt tvö afar áhugaverð erindi.  

Annars vegar flytur Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, erindi um áhrif kynbóta á framleiðni íslenskra kúabúa og hins vegar flytur Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, erindi um stefnumörkun nautgriparæktarinnar 2021.Fundurinn er öllum opinn.

Nýjast