Þar kemur m.a. fram að efnt skuli til atkvæðagreiðslu íbúa um afmörkuð málefni, ef annars vegar bæjarstjórn ákveður það og hins vegar ef ekki færri 30% atkvæðisbærra bæjarbúa óskar eftir því með undirskrift áskorunar til bæjarstjórnar. Atkvæðagreiðsla skal fara fram eigi síðar en 6 mánuðum eftir að ákvörðun er tekin um hana í bæjarstjórn eða eftir að áskorun um atkvæðagreiðslu er lögð fram.
Ennfremur kemur fram í drögunum að atkvæðagreiðsla geti farið fram um öll mál á verksviði bæjarstjórnar nema þau sem
lög ákveða sérstaklega að bæjarstjórn skuli fara með svo sem gerð fjárhagsáætlana og breytingar á stjórnsýslu
bæjarfélagsins. Ekki er hægt að efna til atkvæðagreiðslu um gjaldskrár, álagningu opinberra gjalda né annað af því
tagi.
Undirskriftasöfnun skal fara fram á allt að 6 vikna tímabili. Að undirskriftasöfnun lokinni skulu nöfn og kennitölur áskorenda birt á vef
Akureyrarbæjar. Jafnframt skal birting nafnalistans auglýst í staðarfjölmiðlum og bæjarbúar hvattir til að aðgæta innan
ákveðins tímafrests hvort nöfn þeirra eru með réttu á listanum. Niðurstöður atkvæðagreiðslu teljast bindandi ef 2/3
atkvæðisbærra íbúa tekur þátt í kosningunni og meira en helmingur greiddra atkvæða fellur með ákveðnu sjónarmiði,
segir m.a í drögunum.