4,3 milljónir söfnuðust á Dekurdögum

Vilborg Jóhannsdóttir  og Inga Vestmann -  Selma Dögg Sigurjónsdóttir í stjórn Krabbameinsfélags Ak.…
Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann - Selma Dögg Sigurjónsdóttir í stjórn Krabbameinsfélags Ak. og nágrennis tekur við styrknum. Mynd: Þórhallur Jónsson.

Í gær afhentu Vilborg Jóhannsdóttir í Centro og Inga Vestman í Pedromyndum, fulltrúa frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð kr. 4,3 milljónir sem safnaðist á Dekurdögum í október.

„Kærar þakkir til allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem lögðu verkefninu lið með ýmsum hætti. Þetta er 13. árið sem Dekurdagar eru haldnir á Akureyri og er styrkurinn mikilvægur þáttur í rekstri Krabbameinsfélagsins,“ segir í tilkynningu á fjasbókarsíðu Dekurdaga.

 


Nýjast