147 útskrifuðust frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskriftarhópurinn frá Sjúkraflutningaskólanum
Útskriftarhópurinn frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin í Háskólanum á Akureyri nýverið þar sem 147 nemendur voru útskrifaðir. Af þessum 147 nemendum útskrifuðust 66 með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn (EMT) að loknu 271 klst. grunnnámskeiði, 19 nemendur luku 380 klst. framhaldsnámskeiði í sjúkraflutningum (EMT-Advanced) og 62 luku 40 klst. námi sem Vettvangsliðar (First Responders).

Vettvangsliðanám er ætlað þeim einstaklingum sem eru líklegir til að verða fyrstir á vettvang slysa, s.s lögreglu, slökkviliðs- eða björgunarsveitarmenn og almenningur þar sem langt er í aðrar bjargir. Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli og staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu, segir í tilkynningu.

Markmið Sjúkraflutningaskólans er að mennta einstaklinga til starfa við sjúkraflutninga og hafa umsjón með framhalds- og símenntun fyrir sjúkraflutningamenn og aðra sem tengjast sjúkraflutningum og utanspítalaþjónustu.


Nýjast