22 mars - 29 mars 2023
-
fimmtudagur, 23. mars
Göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í útboði
Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi. -
fimmtudagur, 23. mars
Glænýtt Vikublað kemur út í dag
Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins. Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar.- 23.03
-
fimmtudagur, 23. mars
List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.- 23.03
-
fimmtudagur, 23. mars
Fetaði nærri því í fótspor Haraldar Bessasonar
Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir- 23.03
-
miðvikudagur, 22. mars
Þingeyjarsveit - Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla
Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2023 var haldið í gær þann 21. mars. Dagskrá þingsins var afar áhugaverð og metnaðarfull. Á þinginu kynntu nemendur verkefni sem þau hafa unnið að í vetur. Þar má nefna fatakönnun nemenda þar sem þau skráðu notkun á fötum sem þau áttu og kom í ljós að þau notuðu rúmlega helming af peysum og bolum sem voru í skápunum en um 70% af buxum. Einnig sögðu þau frá fatamarkaði sem þau héldu fyrir jólin þar sem þau komu með notuð föt sem voru orðin of lítil eða hentuðu ekki og seldu á markaðinum. Vakti þessi markaður mikla lukku og verður hann haldin aftur að ári og hvöttu krakkarnir gesti þingsins til að safna fötum yfir árið og gefa á næsta markað sem haldinn verður í desember 2023.- 22.03
-
miðvikudagur, 22. mars
Dagskráin
Vegna ófærðar seinkar dreifingu blaðsins í dag. Öxnadalsheiðin er ófær og óvíst er hvenær hægt verður að opna leiðina.- 22.03
-
miðvikudagur, 22. mars
Akureyri Rúmlega 2600 börn nýttu frístundastyrk í fyrra
Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til barna og ungmenna á Akureyri fyrir árið 2022 á Akureyri og voru samstarfsaðilarnir alls 34 talsins.- 22.03
-
miðvikudagur, 22. mars
Fjársjóður í myndum Péturs
Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.- 22.03
-
miðvikudagur, 22. mars
„Uppbygging ferðaþjónustu er ótvíræður valkostur“
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 er komin út. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir veitta styrki á árinu og önnur framfaramál í þágu eflingar byggðar í Bakkaflóa.- 22.03
Aðsendar greinar
-
Gunnar Níelsson skrifar
Fréttatilkynning Höldur - Bílaleiga Akureyrar komin með yfir 500 rafbíla í flotann.
Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum. -
Gunnar Níelsson skrifar
Fréttatilkynning Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024. Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin -
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum. Höfundur gaf sitt samþykki Ágæta samkoma Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum. -
Egill Páll Egilsson skrifar
Ávaxtahlaðborð í Samkomuhúsinu
Egill P. Egilsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur
Mannlíf
-
Glænýtt Vikublað kemur út í dag
Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins. Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar. -
List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk. -
Fjársjóður í myndum Péturs
Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma. -
Tvær opnanir á Listasafninu á Akureyri um helgina
Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra. -
Fréttatilkynning Farsælt ástarsamband elur af sér nýtt afkvæmi
Langlíft og farsælt ástarsamband Síríus súkkulaðisins og íslenska lakkríssins er vel þekkt meðal þjóðarinnar. Nú hefur þetta samband getið af sér nýtt og gómsætt afkvæmi, Eitt Sett Drumba. Drumbarnir eru ljúffengir, súkkulaðihjúpaðir karamelludrumbar með lungamjúkum lakkrískjarna. Akureyringurinn Selma Sigurðardóttir er vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus: „Það er ofboðslega gaman að vinna með svona rótgróið vörumerki eins og Eitt Sett, og finna á því nýja fleti. Ég heyrði oft sögur af því frá mér eldra fólki hér áður að fólk hafi farið út í sjoppu á Akureyri til að kaupa Síríuslengju og mjúkan lakkrísborða til að borða þetta tvennt saman. Það er skemmtileg staðreynd að sá siður varð svo til þess að Eitt Sett fæddist.“ segir Selma og bætir við að það séu vissulega forréttindi að fá að halda utan um sumar af eftirlætisvörum þjóðarinnar. Eins og Selma kemur inn á þá hófu íslensk ungmenni tóku að para saman Síríuslengjur og lakkrísborða fyrir margt löngu síðan. Sú uppfinningasemi var kveikjan að Eitt Sett fjölskyldunni sem nú telur fimm vörur: Hina klassísku Síríuslengju með lakkrísborðanum, Eitt Sett súkkulaðiplötuna, Eitt Sett Töggur og Eitt Sett bita í endurlokanlegum pokum. Að lokum er það svo nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Eitt Sett Drumbar. Þessa súkkulaðihjúpuðu karamelludrumba með lungamjúkum lakkrískjarna má nú finna í öllum helstu verslunum norðan heiða.
Íþróttir
-
Snjókross í Mývatnssveit - Myndaveisla
AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar -
KA Kjörísbikarmeistarar í blaki kvenna 2023
KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir 25-15, 25-8 og 25 23. Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni Vefurinn óskar KA innilega til hamingju. -
Völsungur - Þjálfarar ráðnir á mfl. karla í knattspyrnu
Græni herinn Facebook síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs segir frá þvi í kvöld að ráðnir hafi verið þjalfarar á karlalið félagsins í knattspyrnu. Í tilkynningu Völsungs segir: Knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og er okkur mikil ánægja að kynna það til leiks. -
Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA
Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. -
Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum
Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins og leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kalermo sem er 26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius.