Taka út svæði í Glerárgili fyrir Ziplínubrautir

Alex Van Riswick frá Hollandi kom sérstaklega til Akureyrar til að taka út svæði fyrir Ziplínur sem til stendur að setja upp við Glerárgil nú síðar í maí. Hann mældi allt svæðið út og myndaði  það með 3D skanna en með það nesti fór hann heim til Hollands þar sem hann mun leggja lokahönd á brautarhönnun ásamt teymi sínu sem í eru m.a. verkfræðingar og arkitekar.

Lesa meira

Bestu kveðjur

Ingibjörg Isaksen skrifar

Lesa meira

Reginn fasteignafélag - kaupir almenningssalernin í Kaupvangsstræti

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum i morgun að selja ,,víðfræg" salerni undir kirkjutröppunum til Regins- fasteignafélags.

Umræða um salernismál á Miðbæjarsvæðinu skýtur alltaf annað slagið  upp kollinum  en mörgum þykir sem  slíka aðstöðu vanti algjörlega  í Miðbæinn.  Mikil ásókn ferðafólks er í salerni  Akureyrarkirkju eins og  fram hefur komið og  veitingastaðir sem verslanir hafa heldur ekki farið varhluta af fólki sem hefur hug á að létta af sér til að forðast að lenda i djúpum vandræðum!

Hvað nú verður  með hina nýju eign  Regins  veit vefurinn ekki  en það verður áhugavert að fylgjast með hvort  þarna muni koma nýtt  ,,kammerráð"

Lesa meira

Ungt fólk og Norðurþing

Halldór Jón Gíslason skrifar

Lesa meira

Nýr forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar HA

Arnar Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn forstöðumaður RHA

Lesa meira

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna

Velferðarsvið Akureyrarbæjar býður foreldrum upp á nýja þjónustu í formi námskeiðs undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna. Námskeiðin eru fyrir alla foreldra sem eru að skilja, hafa skilið eða íhuga að skilja, en þar er fjallað ítarlega um áhrif skilnaðar á fjölskylduna. Þjónustan stendur öllum íbúum bæjarins til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Það er ekki skilyrði að foreldrar nýti sér þessa þjónustu saman.

Lesa meira

Hlutafjáraukning hjá Samherja fiskeldi ehf. upp á 3,5 milljarða króna og Alf-Helge Aarskog tekur sæti í stjórn

Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hefur verið aukið um 3.500 milljónir króna. Fjármagnið verður nýtt til uppbyggingar tilraunaverkefnis í Öxarfirði auk hönnunar og framkvæmda við 40 þúsund tonna eldisgarð í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun.

,,Þetta er fyrsti fasi hlutafjáraukningar upp á 7,5 milljarða króna sem þegar hefur verið samþykkt. Í kjölfar þessa verður ný stjórn kjörin í Samherja fiskeldi ehf. á aðalfundi félagsins. Norðmaðurinn Alf-Helge Aarskog, fyrrverandi forstjóri Mowi og einn af reynslumestu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis, hefur fjárfest í Samherja fiskeldi ehf. og mun taka sæti í stjórn félagsins.

Lesa meira

Framsýn tekur á móti flóttafólki

Á heimasíðu Framsýnar  segir  af stuðningi stéttarfélagsins við flóttafólk frá Úkraínu.

,,Það getur enginn setið hjá þegar horft er til hörmunganna í Úkraínu þar sem stríðsglæpamaður í byssuleik heldur heilli þjóð í heljargreipum með skelfilegum afleiðingum. Þjóðir heims verða að koma íbúum Úkraínu sem eru á flótta til aðstoðar.

Lesa meira

Hvatning til nýrra bæjarfulltrúa

Nú dregur að því að Akureyringar gangi að kjörborðinu góða og kjósi fulltrúa til bæjarstjórnar næstu fjögur árin.  Mikil endurnýjun er framundan því margir núverandi bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Nýtt og ferskt fólk kemur því í þetta stýrikerfi okkar bæjarbúa og er þeim óskað velfarnaðar í  vandasömu starfi.  Rétt er þó að vara þetta góða fólk við þeirri hættu að ganga ósjálfrátt í fótspor þeirra sem fyrir eru í bæjarstjórn og hafa ekki eðlilegt samband við bæjarbúa heldur ákveða allt innan sinna raða í lokuðu rými án nokkurrar áreitni. Vissulega fylgja slíkri einangrun frá bæjarbúum töluverð þægindi því mannleg samskipti geta verið vandasöm og flókin og ekki á allra færi. Samt sem áður vona ég innilega að þau sem nú koma ný í bæjarstjórn - hvar í flokki sem þau standa - vilji raunverulega rækta samband sitt við bæjarbúa enda þótt ekki hafi verið talin ástæða til þess af hálfu núverandi bæjarfulltrúa síðustu misseri eins og ég og fleiri hafa vakið opinbera athygli á.

Lesa meira

Sendinefnd Háskólans á Grænlandi í heimsókn á Akureyri

Samstarfssamningur undirritaður

Lesa meira

„Verið að úthýsa okkur án þess að fyrir liggi gögn um að grasið bíði skaða af“

Síðasta bílasýningin í Boganum á 17. júní

Lesa meira

Ungt fólk er ekki bara framtíðin

Bergdís Björk Jóhannsdóttir skrifar

Lesa meira

Lýðheilsa landans – vangaveltur íþrótta- og heilsufræðings til framtíðar

Ísak Már Aðalsteinsson skrifar

Lesa meira

Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili?

Ásgeir Ólafsson Lie skrifar

Lesa meira

Samþætta skóla- og frístundastarf á Húsavík

Fjölskylduráð hefur fjallað um málið á fundum sínum í vetur. Nú er búið að skila lokaskýrslu um verkefnið og mun innleiðingarferlið hefjast strax vorið 2022

Lesa meira

Gerum betur í umhverfis- og loftslagsmálum - fyrir okkur öll!

Það er sannarlega margt sem við Akureyringar getum verið stolt af þegar kemur að umhverfismálum. Við erum til að mynda í fararbroddi þegar kemur að flokkun sorps og nýtingu þeirra auðlinda sem í þeim felast. Þá var nýverið samþykkt ný umhverfis- og loftslagsstefna sveitarfélagsins sem er sannarlega fagnaðarefni. Við í Samfylkingunni ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur á næsta kjörtímabili.

Lesa meira

Handverkshátíð í Eyjafirði mun ekki fara fram í sumar

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á hinni árlegu Handverkshátíð í sveitarfélaginu

Lesa meira

DJÄSS heldur tónleika á Norðurlandi

Tríóið mun halda tónleika í Minjasafninu á Akureyri og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík

Lesa meira

20,5 m.kr. styrkir til fjarvinnustarfa á Raufarhöfn, Bakkafirði og Húsavík

Innviðaráðherra úthlutaði nýverið 35 m.kr. til fjarvinnustöðva á grundvelli aðgerðar í stefnumótandi byggðaáætlun

Lesa meira

Segja upp ræstingafólki í hagræðingarskyni

Ræstingum útvistað á tveimur starfstöðvum HSN

Lesa meira

Aldey, oddviti V-listans svarar spurningum framkvæmdastjóra Völsungs

Aldey Unnar Traustadóttir skrifar

Lesa meira

Fjölskylduvænna samfélag

Arna Ýr Arnarsdóttir skrifar

Lesa meira

Að smala köttum

Barnsleg gleði hríslaðist um bæjarfulltrúa Akureyrar þegar ákveðið var að mynda einn meirihluta í bæjarstjórn og útrýma allri andstöðu innan þess viðkvæma hóps. Gleðilætin rötuðu alla leið í þátt Gísla Marteins í sjónvarpinu þegar Hilda Jana kom þar fram og útmálaði hvílík snilld þarna hefði verið sett á svið og gerði grín að þeim sem efuðumst um hana.  Sjálfur greiddi ég atkvæði í mínum flokki á móti þessari ákvörðun því ég óttaðist að þar með myndu bæjarfulltrúar renna saman í einangraða heild sem forðaðist enn frekar að hafa samband við bæjarbúa til að spilla ekki heimilisfriðinum og þeirri værð og þeim þægindum sem honum fylgir jafnan.

Ekki verður annað sagt en að reynslan hafi sýnt að þessi ótti minn hafi verið á rökum reistur. Nægir að vitna til skrifa minna á þessum vettvangi í síðustu viku þar sem rakin voru dæmi um algjöra þögn bæjarfulltrúa gagnvart bæjarbúum jafnvel þó þeir hafi hvað eftir annað spurt uppbyggilegra spurninga opinberlega um málefni sem skiptu bæjarbúa miklu.  Þeim hefur aldrei verið svarað síðustu mánuði enda bæjarfulltrúar búnir að loka sig algjörlega inni í sinni býkúpu og hlusta eingöngu á suðið þar inni. Þetta hafa bæjarbúar skynjað og spyrja sig eðlilega hvað sé að gerast í okkar eigin bæjarstjórn.  Þetta ágæta fólk á því töluvert erfitt með að ákveða hvað það á að kjósa á laugardaginn enda sýnast flest framboðin vera sami grauturinn í sömu sameiginlegu skálinni.

Lesa meira

Stöndum vörð um velferð allra

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Lesa meira

Það er gott að búa í Norðurþingi

Reynir Ingi Reinhardsson skrifar

Lesa meira

Undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skútustaðahreppi

Með samkomulaginu lýsa Jarðböðin hf. og Skútustaðahreppur yfir vilja til samstarfs en Jarðböðin kynntu nýverið metnaðarfull uppbyggingaráform

Lesa meira

Félagsþjónusta í Norðurþingi

Rebekka Ásgeirsdóttir skrifar

Lesa meira