
Taka út svæði í Glerárgili fyrir Ziplínubrautir
Alex Van Riswick frá Hollandi kom sérstaklega til Akureyrar til að taka út svæði fyrir Ziplínur sem til stendur að setja upp við Glerárgil nú síðar í maí. Hann mældi allt svæðið út og myndaði það með 3D skanna en með það nesti fór hann heim til Hollands þar sem hann mun leggja lokahönd á brautarhönnun ásamt teymi sínu sem í eru m.a. verkfræðingar og arkitekar.