Vilji til samstarfs um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi

Skólanefnd Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Þorbjörgu Ásgeirsdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur f.h. samstarfshóps um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styðji við samstarf þessara aðila, annars vegar til varnar kynbundnu ofbeldi og hins vegar til að veita bestu mögulegu meðferð og stuðning til þeirra sem hafa mátt þola slíkt ofbeldi. Einnig er óskað eftir fjárveitingu að upphæð kr. 750.000 til að standa fyrir átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Skólanefnd hefur falið fræðslustjóra að vinna áfram að málinu.

Nýjast