Vilja almenningssamgöngur í Kjarnalund

Á fundi félagsmálaráðs í vikunni greindi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar frá mikilvægi þess  að koma á almenningssamgöngum í Kjarnalund.

Heimilið er á fallegum stað en mjög einangrað og íbúar einangraðir vegna staðsetningar heimilisins. Framkvæmdaráði var sent erindi sl. sumar með ósk um að komið verði á almenningssamgöngum í Kjarnalund.
Félagsmálaráð tekur undir mikilvægi þess að almenningssamgöngur komist á í Kjarnalund og beinir til því framkvæmdaráðs að koma þessu á við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdastjóri ÖA greindi einnig frá þróun í mannahaldi á fundi félagsmálaráðs. Með fjölgun hjúkrunarrýma og þverrandi heilsu íbúa ÖA hefur álag á starfsfólk aukist. Hjúkrunarrýmum var fjölgað um 39 á síðasta ári, við þessar breytingar fékkst aukning í mannahaldi um 3,6 stöðugildi síðastliðið sumar og 2,8 stöðugildi til bráðabirgða um áramót. Sýnt er að þessi bráðabirgðaaukning þarf að vera til frambúðar vegna aukins álags á starfsfólk.

Nýjast